Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kjötsúpa á Ljósanótt
Miðvikudagur 3. september 2008 kl. 10:02

Kjötsúpa á Ljósanótt

- Í boði Samkaupa, Norðlenska og skolamatur.is .

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkaup, Norðlenska og skolamatur.is bjóða íbúum Reykjanesbæjar í kjötsúpu á Ljósanótt frá kl. 19:00 föstudaginn 5. september og kvöldvöku þar sem fram koma m.a. Gospellhljómsveitin, Vignir Bergmann, Magnús Kjartansson og hljómsveit, Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson, Hljómsveit Rúnars Júlíussonar, Magnús og Jóhann og Bubbi Morthens.


Með kjötsúpunni er minnst góðverka frú Ásu Olavsen sem sagt er frá í endurminningum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur.

„Í endurminningunni verð einn sunnudagur sumarið 1900 umvafinn ævintýraljóma. Dagurinn sem frú Ása Olavsen bauð um 50 börnum í Keflavík heim í súkkulaði, kökur og leiki. Börnunum var boðið til betri stofu í Fischershúsi þar sem Ása Olavsen hafði látið útbúa veisluborð með kökum og súkkulaði. Að þessu loknu var dreginn fram lírukassi og tónlistin ómaði um húsið ásamt hlátrasköllum barnanna“.