Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kiwanisklúbburinn Keilir gefur píanó til TR
Mánudagur 12. maí 2008 kl. 17:24

Kiwanisklúbburinn Keilir gefur píanó til TR

Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti fyrir helgi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar nýtt píanó sem mun breyta miklu fyrir nemendur í píanóleik við skólann. Undafarna daga hafa Kiwanismenn verið skila afrakstri vinnu sinnar aftur til samfélagsins. Sumardaginn fyrsta þá afhenti klúbburinn Lundi Forvarnarverkefni styrk, þegar þeir heldu sinn kynningardag. Sl. viku hafa Kiwanismenn verið að afhenda öllum sjö ára börnum á Íslandi reiðhjólahjálma, sem við höfum reyndar gert undafarin fimm ár. Á þessu tímabili hafa börn í Reykjanesbæ fengið rúmlega 1000 hjálma.

Arnar Ingólfsson, formaður styrktarnefndar Keilis sagði að aðalfjáröflum Keilisfélaga hafi verið sala á jólatrjám og hafa Suðurnesjamenn sýnt Keili mikinn stuðning með kaupum á jólatrjám og jólaskreytingum. „Vonandi að við fáum frið frá stórum verslunarkeðjum við þessa fjáröflum, en það eru blikur á lofti í þeim efnum þessa stundina“, sagði Arnar þegar píanóið var afhent.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnar sagði jafnframt: „Í Tónlistaskóla Reykjanesbæjar hefur verið unnið frábært starf undanfarin misseri. Ég tel að forvarnagildi þess að kenna barni á hljóðfæri sé mjög vanmetið. Leiðir Kiwanis og tónlistarskólans hafa oft legið saman í gegnum tíðina. Á síðasta umdæmisþingi Kiwanis sá Tónlistaskólinn okkar um flest tónlistaratriði á þinginu og stóðu nemendur sig hreint út frábærlega og við Reyknesingar sem vorum á þessu þingi vorum ákaflega stolt af okkar fólki. Það var mjög ánægjulegt að fá hrós frá Evrópuforseta Kiwanis og hans frú, þau hjón voru snortin af framistöðu þessa frábæra tónlistafólki héðan.

Haraldur skólastjóri er vakinn og sofinn yfir framgöngu þessum ágæta skóla, það barst einhvern veginn í tal að skólann vantaði píanó fyrir yngri nemendur skólans, það væri gaman ef við gætum eitthvað hjálpað þeim.

Kjörorð Kiwanis er hjálpum börnum heimsins, flestir okkar styrkir taka mið af þessu kjörorði. Á fundi í vetur var samþykkt að kaupa eitt stykki píanó og gefa Tónlistaskólanum það alveg og mætti kalla það Kiwanispíanóið“.