Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kiwanishreyfingin gefur öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma
Föstudagur 26. apríl 2013 kl. 10:25

Kiwanishreyfingin gefur öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma

- tæplega 15% þjóðarinnar hafa fengið hjálma síðustu 10 ár.

Á næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands ehf. gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma.  Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips.  Alls verða 4500 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskipafélag Íslands ehf. vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 45 þúsund hjálmar verið gefnir 7 ára börnum sem nú er um 15% þjóðarinnar.  Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víðsvegar um land hafa þessir hjálmar  bjargað mannslífum og  mörgum ungmennum frá alvarlegum meiðslum.

Kiwanisklúbbarnir Keilir í Keflavík og Varða afhentu hjálma til barna í grunnskólunum í Reykjanesbæ og Vogum og Kiwanisklúbburinn Hof í Garði afhenti hjálma í Garði, Sandgerði og Grindavík.

Skólamatur bauð öllum börnum upp á pylsur og ávaxtasafa þegar hjálmarnir voru afhentir á Iðavöllum á þriðjudaginn.







VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024