Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kiwanisbangsinn hefur veitt börnum huggun í aldarfjórðung
Fimmtudagur 3. október 2019 kl. 11:57

Kiwanisbangsinn hefur veitt börnum huggun í aldarfjórðung

Á mynd sem tekin var í september 1994 sést Björn Herbert Guðbjörnsson, þáverandi formaður styrktarnefndar Kiwanisklúbbsins Keilis, afhenda Gísla Viðari Harðarsyni, formanni Rauðakrossdeildarinnar á Suðurnesjum, 100 bangsa til þess að hafa í öllum sjúkrabílum deildarinnar. Björn Herbert sagði við þetta tækifæri að bangsarnir væru handa börnum sem þurfa að fara með sjúkrabíl og að Kiwanisklúbburinn Keilir myndi halda þessu verkefni áfram og afhenda nýja bangsa reglulega. Þetta var fyrsta bangsaafhendingin í sjúkrabifreiðir á Suðurnesjum.   

Kiwanisklúbburinn Keilir hefur staðið við þetta loforð sitt og er afhending á böngsum orðinn fastur liður sem styrktarverkefni klúbbsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bangsinn hefur fengið nafn og er nefndur Ævar í höfuðið á Ævari Guðmundssyni sem var einn af stofnfélögum klúbbsins en hann lést árið 2008. Í dag er Ævar inni á tékklista þegar farið er yfir nauðsynlegan búnað sem þarf að vera til staðar í sjúkabílum hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Á dögunum afhenti Einar Már Jóhannesson, formaður styrktarnefndar Keilis, nýjan skammt af Ævari bangsa til Brunavarna og var myndin tekin við það tækifæri.

Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Keilis,
Björn Kristinsson.