Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kirkjustarfið á Suðurnesjum
Fimmtudagur 2. mars 2006 kl. 10:55

Kirkjustarfið á Suðurnesjum

Keflavíkurkirkja

Fimmtudagur 2. mars:
Fermingarundirbúningur
kl. 15:10-15:50 8.T.B.J. og 8. Þ.Þ. í Holtaskóla.

Föstudagur 3. mars:
ALÞJÓÐLEGUR BÆNADAGUR KVENNA verður haldinn í Útskálakirkju í Garði kl. 20:00. Að bænadeginum á Íslandi standa: Aðventkirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, KFUK, Kristniboðsfélag kvenna og þjóðkirkjan. Tekið skal fram að karlmenn
eru einnig velkomnir.
Léttar veitingar að samverustund lokinni.

Sunnudagur 5. mars:  
ÆSKULÝÐSDAGUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR, Guðsþjónusta kl. 11.
Fermingarbörn taka þátt í athöfninni ásamt barnakór Keflavíkurkirkju og íþróttafélagi Keflavíkur.
Yngstu börnin fá efni og kennslu við sitt hæfi á sama tíma í kirkjunni.
Þóra Gísladóttir söngkona (var í undankeppninni í Eurovision á dögunum) kemur fram.
Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason.
Kór Keflavíkurkirkju  leiðir söng.
Organisti og stjórnandi: Hákon Leifsson.
Meðhjálpari:  Guðmundur Hjaltason
Kaffi, djús og meðlæti eftir samveru.

Þriðjudagur 7. mars:
Kirkjulundur opinn kl. 10-12 og 13-16 með aðgengi í
kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka
daga vikunnar.  Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi.
Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi
kl. 15:10-15:50, 8. M.J. og 8. S.P. í Heiðarskóla.
kl. 15:55-16:35, 8. J.G. og 8. S.J. í Myllubakkaskóla.

Miðvikudagur 8. mars:
Kirkjan opnuð kl. 10:00. Foreldramorgun kl. 10-12. Umsjón Dís Gylfadóttir og Guðrún Jensdóttir. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12:10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12:25 - súpa, salat og brauð - allir aldurshópar velkomnir. 
Umsjón: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason 
Passíusálmarnir lesnir í Keflavíkurkirkju alla virka daga kl. 18-18:15.
Leifur A. Ísaksson framhaldsskólakennari les.

Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík)

Fermingarmessa sunnudaginn 5. mars kl. 11.  Fermdur verður Friðrik Gunnarsson, Brekkustíg 31b. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Meðhjálpari Kristjana Gísladóttir.
Sunnudagaskólinn verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 11 og verður börnum ekið frá Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju kl. 10.45.
Ytri-Njarðvíkurkirka
Sunnudagaskóli sunnudaginn 5. mars kl. 11. Kirkjutrúðurinn mætir.
Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 2. mars kl. 20. Umsjón hafa Lionsklúbbur Njarðvíkur, Ástríður Helga Sigurðardóttir, Natalía Chow Hewlett og sóknarprestur.
Baldur Rafn Sigurðsson

Útskálakirkja

Alþjóðlegur bænadagur kvenna
Helgistund tileinkuð konum um allan heim, verður haldin í Útskálakirkju, föstudaginn 3. mars kl. 20:00.
Molasopi í safnaðarheimilinu af lokinni samveru.
Kirkjuskóli verður laugardaginn 4. mars í safnaðarheimilinu Sæborgu kl. 13:00.
Lofgjörðarsamkoma - Gospel verður á sunnudaginn 5. mars -Æskulýðsdaginn
í Útskálakirkju kl. 16:30. Ræðumaður er Marta Eiríksdóttir.
Organisti og kórstjóri; Steinar Guðmundsson.
Þorvaldur Halldórsson leikur á trommur.
Jón Árni Benediktsson leikur á rafbassa.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra.
Kórar Útskálakirkju og Hvalsneskirkju
leiða sönginn.
Prestur; sr. Lilja Kristín Þorsteindóttir
Allir eru hjartanlega velkomnir!
Helgistund verður að Garðvangi kl. 15:30.

Hvalsnessókn

Kirkjuskóli verður laugardaginn 4. mars í safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 11:00.
Lofgjörðarsamkoma - Gospel
verður á sunnudaginn 5. mars -Æskulýðsdaginn í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:30.
Ræðumaður er Marta Eiríksdóttir.
Organisti og kórstjóri; Steinar Guðmundsson.
Þorvaldur Halldórsson leikur á trommur.
Jón Árni Benediktsson leikur á rafbassa.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra.
Kórar Útskálakirkju og Hvalsneskirkju leiða sönginn.
Prestur; sr. Lilja Kristín Þorsteindóttir

Grindavíkurkirkja

Sunnudagurinn 5. mars:
Sunnudagaskóli kl. 11.
Æskulýðssamkoma kl. 20, blönduð dagskrá í tali og tónum með þátttöku ungs fólks. Kaffihúsastemning í safnaðarheimilinu, ágóði af kaffisölu rennur í orgelsjóð.

Kálfatjarnarsókn

Kirkjuskóli í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla á sunnudögum kl. 11 - 12.
Léttar veitingar og hlýlegt samfélag eftir helgihaldið.

Hvítasunnukirkjan Keflavík

Sunnudagar kl. 11.00: Fjölskyldusamkoma
Þriðjudagar kl. 20.00: Bænasamkoma
Fimmtudagar kl. 19.00: Alfa 2
 
Baptistakirkjan á Suðurnesjum

Alla fimmtudaga kl. 19.45: Kennsla fyrir fullorðna.
Barnagæsla meðan samkoman stendur yfir.
Samkoma fyrir börn og unglinga laugardaga kl. 13-13:45
Bænastund fyrir fullorðna: sunnudaga kl. 11 að Brekkustíg 1, Sandgerði. (Heima hjá Patrick, presti Baptistakirkjunnar.)
Fyrir börnin og unglingana
Samkomuhúsið að Fitjum 4 í Reykjanesbæ (Rétt hjá Bónus)
Allir velkomnir! 
Predikari/Prestur: Patrick Vincent Weimer B.A. guðfræði 847 1756

Bahá'í samfélagið í Reykjanesbæ

Opin hús og kyrrðarstundir til skiptis alla fimmtudaga kl. 20.30 að Túngötu 11 n.h. Upplýsingar í s. 694 8654 og 424 6844.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024