Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Kirkjan í bítlabænum 100 ára
    Magnús Kjartansson ásamt hluta af Sönghópi Suðurnesja.
  • Kirkjan í bítlabænum 100 ára
Þriðjudagur 13. janúar 2015 kl. 08:00

Kirkjan í bítlabænum 100 ára

Maggi Kjartans og Sönghópur Suðurnesja hefja afmælisdagskrá.

Keflavíkurkirkja er 100 ára í ár og verður ýmislegt gert í tilefni því á árinu. Magnús Kjartansson og Sönghópur Suðurnesja munu munu ríða á vaðið með viðburðinum Kirkjan í bítlabænum næstkomandi fimmtudag kl. 20.

Magnús verður, eins og hann er þekktur fyrir, með farteskið fullt af skemmtilegum sögum og tónlist. Hann segir frá uppvexti sínum í nágrenni kirkjunnar, fyrsta fermingarárgangnum, þar sem strákarnir fermdust í háhæluðum skóm og með axlarsítt hár og leikur tónlist fyrir gesti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal fleiri reglulegra viðburða í  kirkjunni vegna afmælisins á árinu, verða tónleikar, söngleikir, frásagnir fermingarbarna frá gömlum tímum og afmælismessa þar sem biskup Íslands þjónar fyrir altari. Þá verða hátíðartónleikar í Hljómahöll þar sem fjöldi kóra mun koma fram. Einnig verður sögusýning í Duus-húsum og fleira í tengslum við Ljósanótt.