Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 2. janúar 2004 kl. 14:47

Kim Larsen í Sandgerði í kvöld

Vakin er athygli á nokkuð sérstökum tónleikum á Mamma Mia í Sandgerði í kvöld (föstudagur 2. janúar). Þórður Pálmi Jónsson spilar dönsk lög úr smiðju Kim Larsen.  Honum til aðstoðar verður gítarleikarinn Óli Þór úr Flugunni.  Sandgerðingurinn Þórður Pálmi hefur verið búsettur á Jótlandi síðustu ár og hefur hrifist af dönsku tónlistarlífi.  Hann er í stuttri jólaheimsókn hér á Íslandi og ákvað að nota tækifærið og setja upp þessa einstöku tónleika á Mamma Mía.  Tónleikarnir hefjast kl. 23:00 og er frítt inn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024