Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kertafleyting í Innri-Njarðvík á sunnudagskvöld kl. 20
Laugardagur 28. október 2023 kl. 17:00

Kertafleyting í Innri-Njarðvík á sunnudagskvöld kl. 20

Kertafleyting verður við litlu tjörnina í Innri-Njarðvík sunnudagskvöldið 29. október kl. 20. Íbúi í Innri Njarðvík, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson vill vekja athygli á afleiðingum stríðs.

„Þetta er bara mín persónulega tilraun til að varpa örlitlu ljósi á stríðshrjáð og fallin börn um allan heim. Engar ræður.

Áhugasamir mættu gjarnan mæta með útikerti og eitthvað umhverfisvænt til að fleyta þeim með, eða með kerti í hendi, kveikjara, vasaljós, símaljós eða annað ljósmeti við hæfi,“ segir Þorvaldur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024