Keppt í hálfmaraþoni og fjallahjólakeppni
Suðurnesjamaraþonið var haldið í dag. Þar var hægt að keppa í hálfmaraþoni en það hefur ekki verið gert undanfarin ár. Þá var keppt í 25 kílómetra fjallahjólakeppni á malbiki og svo var líka hægt að hjóla Sandgerðishringinn.
Sparisjóðurinn var aðalstyrktaraðili mótsins og gerði meðal annars kleift að boðið yrði upp á hálfmaraþonið. Þá var líka hægt að keppa í 10 km hlaupi og skemmtiskokkinu svokallaða en þar gátu allir tekið þátt. Mátti sjá suma keppendurna svíkjast undan og njóta þess að láta mömmu og pabba ýta sér hringinn.
Auk Sparisjóðsins komu mörg fyrirtæki og stofnanir að hlaupinu og má þar nefna Reykjanesbæ, Hitaveitu Suðurnesja og Nesprýði auk fjölda annarra.
Auk maraþonsins var haldinn hinn árlegi Lífstílsdagur þar sem meðal annars var haldin hreystikeppni og grillað. Þá gat unga kynslóðin gat leikið sér í hoppkastölum og fleiri leiktækjum.