Keppnismaður sem vonast til að verða frægur
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Baldur Logi Brynjarsson
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. bekkur, Gerðaskóli
Áhugamál: Fótbolti
Baldur Logi Brynjarsson er fimmtán ára nemandi í Gerðaskóla. Baldur er hrifinn af ævintýramyndum og væri til í að geta flogið. Baldur Logi er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og stærðfræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Vonandi ég því það er planið, annars veit maður aldrei. Daði Freyr gæti komið sterkur inn því hann er svo einstakur.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Margt fyndið hefur gerst í gegnum árin en ég held að kennurunum hafi ekki fundist það jafn fyndið.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ísak Logi er klárlega fyndnastur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? FE!N - Travis Scott.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgari.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Engin sérstök en ég hef gaman af ævintýramyndum.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Bolta og mark til skemmtunar og síma til að hafa samskipti við aðra.
Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er metnaður
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Klárlega heiðarleiki.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla í FS og stefni á að ná eins langt í fótbolta og ég get.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi fótbolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Keppnismaður, bæði í skóla og fótbolta.