Keppni milli vina
Í síðustu viku komu hátt í hundrað unglingar frá vinabæjum Reykjanesbæjar á Norðurlöndum til Reykjanesbæjar. Unglingarnir voru hér til að taka þátt í vinabæjarmóti þar sem keppt var í badmintoni.
Mynd: Íslensku verðlaunahafarnirVinabæjamótin hafa verið haldin áslitið frá árinu 1973 en á hverju móti er keppt í einni íþróttagrein. Í þetta skiptið var att kappi í badminton en frá hverju landi koma sjö strákar og sjö stelpur. Krakkarnir eru á aldrinum 14-16 ára og koma frá Kristiansand í Noregi, Hjörring í Danmörku, Kerawa í Finnlandi og Trollhattan í Svíþjóð. Markmið vinabæjamótanna er að gefa unglingum tækifæri á því að hittast og skemmta sér saman. Mótið stóð í fjóra daga en því lauk sl. fimmtudag með diskó í Fjörheimum. Á næsta ári fara 14 unglingar frá Reykjanesbæ til Kerava í Finnlandi þar sem keppt verður í sundi. Íslendingarnir stóðu sig mjög vel í keppninni.
Mynd: Íslensku verðlaunahafarnirVinabæjamótin hafa verið haldin áslitið frá árinu 1973 en á hverju móti er keppt í einni íþróttagrein. Í þetta skiptið var att kappi í badminton en frá hverju landi koma sjö strákar og sjö stelpur. Krakkarnir eru á aldrinum 14-16 ára og koma frá Kristiansand í Noregi, Hjörring í Danmörku, Kerawa í Finnlandi og Trollhattan í Svíþjóð. Markmið vinabæjamótanna er að gefa unglingum tækifæri á því að hittast og skemmta sér saman. Mótið stóð í fjóra daga en því lauk sl. fimmtudag með diskó í Fjörheimum. Á næsta ári fara 14 unglingar frá Reykjanesbæ til Kerava í Finnlandi þar sem keppt verður í sundi. Íslendingarnir stóðu sig mjög vel í keppninni.