Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keppir í körfubolta á Írlandi
Fimmtudagur 3. ágúst 2017 kl. 05:00

Keppir í körfubolta á Írlandi

-Katla Rún Garðarsdóttir

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég verð á Írlandi að spila með U-18 í körfubolta á EM.“

Ertu vanaföst um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Þegar ég var yngri var alltaf farið upp í sumarbústað eða á unglingalandsmót UMFÍ en síðustu ár hef ég oftast verið í útlöndum í keppnisferðum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
„Ég held það sé fyrsta Unglingalandsmótið mitt árið 2011 sem var haldið á Egilsstöðum. Það var algjör skyndiákvörðun að fara á það, við eltum bara góða veðrið og það var á Egilsstöðum. Þegar við mættum þangað ákváðum við bara að reyna skrá mig og troða mér í eitthvað körfuboltalið. Ég endaði á því að spila með Keflavíkur strákunum.“


Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Að vera á Íslandi væri best til að byrja með, en svo bara að fara út á land og eiga góðar stundir með fjöldskyldu eða vinum. En það allra helsta er að hafa gott veður.“

Hvað ertu búin að vera að gera í sumar?
„Ég er búin að eyða mestum tíma á körfuboltavellinum, í vinnunni og með kærastanum, fjölskyldu og vinum í sumar.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir sumarið fer ég aftur í skólann og klára mitt síðasta ár í menntaskóla. Svo byrja æfingar með Keflavík aftur á fullu eftir EM og þá er bara að koma sér aftur í rútínu.“