Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keppandi í Útsvari fékk fjölda fingurbjarga með pósti
Lið Sandgerðis í Útsvari skipuðu þau Bergný Jóna Sævarsdóttir, Bylgja Baldursdóttir og Sigursveinn Bjarni Jónsson. Mynd/skjáskot af vef RÚV.
Mánudagur 30. janúar 2017 kl. 15:07

Keppandi í Útsvari fékk fjölda fingurbjarga með pósti

Lið Sandgerðis tapaði fyrir liði Akraness í spurningaþættinum Útsvari á RÚV síðasta föstudagskvöld. Úrslitin voru 61 stig gegn 74. Í kynningu í upphafi þáttar sagði Bylgja Baldursdóttir, keppandi í liði Sandgerðis, frá því að í kjölfar síðustu viðureignar Sandgerðis hafi hún fengið fjölda fingurbjarga sendar með pósti. Ástæðan er sú að þá sagði hún frá því að hún safni fingurbjörgum. Í kjölfarið sendi fólk víða um land henni fingurbjargir. Flestar komu frá konu á Sauðárkróki eða 180 stykki. Svo voru sendar ein, tvær og þrjár héðan og þaðan af landinu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024