Keflvíska nammið kom Dorrit Moussaieff á óvart
Heitkonu forseta Íslands, Dorrit Moussaieff, var svo sannarlega komið á óvart við formlega opnun D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í gær.Eftir löng ræðuhöld, sem Dorrit hlustaði á af miklum áhuga, kallaði Jóhann Einvarðsson, framkvæmdastjóri eftir óvæntri sendingu í salinn. Komið var með fjóra myndarlega sælgætis-jólakransa frá Lionessum í Keflavík og Dorrit fékk einn þeirra. Hún ljómaði af ánægju og þakkaði fyrir sig á íslensku - að sjálfsögðu.
Aðalbjörg Stefánsdóttir, 85 ára íbúi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fékk einnig sælgætiskrans og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra þann þriðja. Ekki var getið um hvert fjórði kransinn átti að fara en fjölmargir gerðu tilkall til hans.
Aðalbjörg Stefánsdóttir, 85 ára íbúi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fékk einnig sælgætiskrans og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra þann þriðja. Ekki var getið um hvert fjórði kransinn átti að fara en fjölmargir gerðu tilkall til hans.