Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 18. apríl 2000 kl. 17:06

Keflvíkingar í Jóhannesarpassíu í Hallgrímskirkju

Tveir Keflvíkingar, þau Sigríður Aðalsteinsdóttir og Davíð Ólafsson, munu syngja í Jóhannesarpassíunni eftir J.S. Bach sem flutt verður í Hallgrímskirkju um páskana. Verkið verður flutt tvívegis, miðvikudaginn 19. apríl og föstudaginn langa 21. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Miðasala fer fram í Kirkjuhúsinu og Hallgrímskirkju en miðaverð er kr. 2000 og 2500. Margir góðir söngvarar koma fram á tónleikunum auk Sigríðar og Davíðs. Það eru Marta G. Halldórsdóttir, sópran, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Benedikt Ingólfsson og Loftur Erlingsson bassasöngvarar. Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju koma einnig fram. Stjórnandi verður Hörður Áskelsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024