Keflavíkurverktakar innrétta nýjan Windbreaker
Windbreaker á Keflavíkurflugvelli opnaði að nýju sl. föstudag. Keflavíkurverktakar hafa síðustu vikur og mánuði breytt gömlum messa á Vellinum í glæsilegan samkomustað fyrir einhleypa Varnarliðsmenn. Windbreaker er þekktur á Keflavíkurflugvelli. Samkomu- og skemmtistaðirnir eru færðir til reglulega og nú hefur Windbreaker opnað í gömlum messa þar sem síðast var vinsæll pizzastaður á Keflavíkurflugvelli.
Það kom fram við opnunina að Keflavíkurverktakar hafa unnið frábært verk og voru vinnubrögð fyrirtækisins lofuð. Staðurinn er allur hinn glæsilegasti en þar er Netkaffihús, tölvuleikjasalur, píluspjöld, snóker, risastórt sjónvarp með tónlistarmyndböndum og kvikmyndasalur sem tekur 16 manns í sæti. Aðstandendur staðarins eiga von á miklum vinsældum en staðurinn er bæði vín- og tóbakslaus.
Það kom fram við opnunina að Keflavíkurverktakar hafa unnið frábært verk og voru vinnubrögð fyrirtækisins lofuð. Staðurinn er allur hinn glæsilegasti en þar er Netkaffihús, tölvuleikjasalur, píluspjöld, snóker, risastórt sjónvarp með tónlistarmyndböndum og kvikmyndasalur sem tekur 16 manns í sæti. Aðstandendur staðarins eiga von á miklum vinsældum en staðurinn er bæði vín- og tóbakslaus.