Keflavíkurprestar messa í Dómkirkjunni
Keflavíkurprestarnir sr. Sigfús B. Ingvason og sr. Skúli S. Ólafsson munu messa ásamt prestum Dómkirkjunnar í Reykjavík í lok Menningarnætur eftir flugeldasýninguna eða um kl. 23:30.
Reykjanesbær er gestabæjarfélag á Menningarnótt og stendur af því tilefni fyrir veglegri menningardagskrá í Ráðhúsinu undir heitinu Tími til að lifa. Það mun m.a. listafólk úr bæjarfélaginu láta ljós sitt skína.
Nánari dagskrá er hægt að nálgast hér
Mynd/elg.