Keflavíkurdeild GSA opnuð í Reykjanesbæ
Opnuð hefur verið Keflavíkurdeild GSA í AA húsinu Klapparstíg 7. GSA er félagsskapur fólks sem hefur fengið lausn á vandamálum sínum tengdum mat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. GSA samtökin byggja á Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA samtakanna til að ná og viðhalda svokölluðu fráhaldi frá vanda sínum. Fundir eru á þriðjudögum kl:20 á fyrstu hæð í AA húsinu Klapparstíg 7, Keflavík og fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði eru nýliðafundir sem byrja kl 19:30 þar sem samtökin eru kynnt.
VF-mynd Olga Björt