Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Keflavík og kanaútvarpið frumsýnd á morgun
  • Keflavík og kanaútvarpið frumsýnd á morgun
Þriðjudagur 2. september 2014 kl. 13:37

Keflavík og kanaútvarpið frumsýnd á morgun

– svipmyndir frá æfingu

Hátíðarsýning Ljósanætur, Keflavík og kanaútvarpið, verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 3. september kl. 20:00. Fram koma söngvararnir Regína Ósk, Matti Matt, Bjarni Ara og Sverrir Bergmann ásamt hljómsveit undir stjórn Arnórs. B. Vilbergssonar.

Sögumaður er að venju Kristján Jóhannsson og mun hann rifja upp bandaríska útvarpsþætti og forboðna ávexti á vellinum í bland við tónlist með listamönnum eins og Aretha Franklin, Eagles, Supertramp og Led Zeppelin.

Miðasala er á midi.is. Boðið verður upp á tvær sýningar á sunnudaginn 7. september kl. 16:00 og 20:00.

Meðfylgjandi myndir eru frá æfingu í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024