Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 6. nóvember 2003 kl. 15:04

Keðjulestur í Reykjanesbæ

Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri las fyrir starfsmenn á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar í lestrarátaki sem hófst nýverið í Reykjanesbæ.
Lestrarátakið felst í keðjulestri þar sem fyrirtæki skora á hvort annað. Markmið þess er að vekja athygli á Lestrarmenningarverkefninu í Reykjanesbæ og um leið að starfsfólk fyrirtækja og stofnana skemmti hvort öðru í hádeginu. Geirmundur las úr bók Gunnars Dals "Listin að lifa" og skoraði síðan á Árna Sigfússon bæjarstjóra sem tók við keðjulestrarbókinni sem gengur á milli manna og heldur bókhald um hvern lestur.
Árni þakkaði Geirmundi fyrir komuna og áskorunina og sagði jafnframt að bærinn myndi skora á Íslandsbanka að viku liðinni. Lesið verður í hádeginu á þriðjudögum í hverri viku fram til 1. júní 2004.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024