Kartafla í skóinn frá Stúfi
Árni Vigfús Karlsson er nemandi í 10. bekk og gengur í Heiðarskóla. Ein af uppáhalds jólamyndunum hans er Jólaósk Önnubellu og fílar öll íslensk jólalög ásamt Mistletoe með Justin Bieber.
Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég var þriggja eða fjagra ára þá fékk ég kartöflu í skóinn frá uppáhálds jólasveininum mínum honum Stúfi og eftir það hef ég alltaf fengið einhvað gott frá honum.
Jólahefðir hjá þér?
Við förum í möndlugraut kl. 12:00 og eftir það fer mömmufjölskylda í kirkjugarðin svo fer maður í LANGT bað og eftir það borðar maður sig pakksaddan og svo opnum við gjafirnar.
Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Nei ég myndi ekki segja það ég legg oftast bara á borðið.
Jólabíómyndin?
Ein af mínum uppáhálds myndi vera Jólaósk Önnubellu, hún klikkar seint.
Jólatónlistin?
Allt sem er íslenskt og Mistletoe með Justin Bieber.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Hér og þar, aðalega þar.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já og nei ekkert sérlega mikið.
Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf
Fer alltaf í hangikjöt þann 25. des hjá ömmu minni og hef það notalegt.
Ertu mikið jólabarn?
Já einum of mikið það er eiginlega bara vandræði hversu mikið jólabarn ég er.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Það myndi vera snjóbretti frá mömmu minni og pabba.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Það er að heyra jólalög og finna jólalykt, það klikkar ekki.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Það er súpa, hamborarhryggur og Toblerone ísinn hennar mömmu mmm..
Hvernig ætlar þú að eyða jólafríinu?
Bara einhvað í góðu chilli með fjölskyldu og vinum.
Eftirminnilegasta gjöfin?
Það er DVD ferðarspilari sem ég fékk frá mömmu og pabba, ég nota hann alltaf þegar ég fer eitthvert út á land með fjölskyldunni.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Veit það eiginlega ekki á eiginlega allt sem mig langar í.