Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Karlar yfirtaka sundlaugina í Garði í kvöld
Mánudagur 20. júní 2016 kl. 13:00

Karlar yfirtaka sundlaugina í Garði í kvöld

- og konurnar á morgun

Dagskrá Sólseturshátíðarinnar í Garði hefst í kvöld. Þá munu karlar yfirtaka sundlaugina í Garði en þar verður haldið karlakvöld sem hefst kl. 19:00.

Hilmar Jónsson grillar fisk fyrir karlana. Létt sundleikfimi verður með Dodda og flot með Gauju. Þá verður uppistand.

Á morgun, þriðjudagskvöld verður svo konukvöld í sundlauginni. Smáréttir verða í boði styrktaraðila Víðis. Létt sundleikfimi með Þurý og flot með Gauju. Brynja Valdís uppistandari skýrir málin, segir í dagskrá hátíðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024