Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karlakórstónleikar í Njarðvík í kvöld
Laugardagur 3. apríl 2004 kl. 14:29

Karlakórstónleikar í Njarðvík í kvöld

Karlakór keflavíkur heldur sína árlegu vortónleika um þessar mundir. Þegar hafa farið fram tónleikar í Grindavíkurkirkju en Karlakórinn verður í Ytri Njarðvíkurkirkju nú síðdegis, laugardaginn 3. apríl  kl: 17.00 og Ytri Njarðvíkurkirkja miðvikudaginn 7. apríl  kl: 20.00
Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson og undirleikari Ester Ólafsdóttir.
Annan undirleik annast Ásgeir Gunnarsson á Harmonikku,  Þórólfur Þórsson á bassa og Páll Ólafsson á trommur. Einsöngvarar eru frændurnir  Steinn Erlingsson, bariton og Davíð Ólafsson, bassi.

Að vanda er efnisskráin fjölbreytt með leikandi léttum lögum.

Karlakórinn þakkar öllum styrktar og velunnurum kórsins fyrir veittan stuðning. Karlakór Keflavíkur  hefur haldið uppi reglulegu kórstarfi í hálfa öld,en kórinn fagnaði 50 ára afmæli sínu í lok síðasta árs með afmælistónleikum og fagnaði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024