HS Veitur
HS Veitur

Mannlíf

Karlakórinn Þrestir syngja í Keflavíkurkirkju
Sunnudagur 15. september 2024 kl. 06:23

Karlakórinn Þrestir syngja í Keflavíkurkirkju

Karlakórinn Þrestir halda tónleika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 19. september kl. 20 og verður boðið upp á skemmtilega söngdagskrá.

Á fyrri hluta tónleikanna verða hefðbundin karlakóralög, m.a. Hraustir menn og lög eftir stofnanda kórsins, Friðrik Bjarnason, ásamt fleirum. Í síðari hlutanum tekur svo Elvis völdin og liðkar á okkur mjaðmirnar. Hljómsveit kórsins leikur undir í Elvis hlutanum og kórstjóri og undirleikari er Árni Heiðar Karlsson. 

Miðaverð er 4.000 kr. og er innheimt við innganginn.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025