Karlakórinn Þrestir syngja í Keflavíkurkirkju
Karlakórinn Þrestir halda tónleika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 19. september kl. 20 og verður boðið upp á skemmtilega söngdagskrá.
Á fyrri hluta tónleikanna verða hefðbundin karlakóralög, m.a. Hraustir menn og lög eftir stofnanda kórsins, Friðrik Bjarnason, ásamt fleirum. Í síðari hlutanum tekur svo Elvis völdin og liðkar á okkur mjaðmirnar. Hljómsveit kórsins leikur undir í Elvis hlutanum og kórstjóri og undirleikari er Árni Heiðar Karlsson.
Miðaverð er 4.000 kr. og er innheimt við innganginn.