Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karlakór Keflavíkur: Söngurinn léttir lund
Mánudagur 17. september 2007 kl. 13:39

Karlakór Keflavíkur: Söngurinn léttir lund

Nú er að verða ár síðan ég tók þá ákvörðun að rífa mig upp af frá sjónvarpsskjánum, en það var fyrir tilstilli bróður míns að hann náði í mig á kóræfingar hjá Karlakór Keflavíkur. Eftir létta raddprufu var mér stillt upp inná milli gamalla kempna í 2. tenór sem áttu að styðja við bak mitt og leiðbeina mér. Ekki get ég kvartað yfir þeim móttökum og þeirri leiðbeiningu sem að ég fékk hjá þeim þannig að mér leið strax vel. Það tekur smá tíma að finna taktinn en fljótlega lætur maður sig gossa og fer að búa til hjóð sem að hljóma með kórnum, þá kemst maður að því hver galdurinn er að vera í kór, að vera hluti af heild sem að hljómar saman. Það er margt annað sem fylgir því að vera í kór fyrir utan að kynnast mönnum á ýmsum aldri með með ýmis konar bakgrunn. Þá eru haldnir tónleikar og farið í ferðalög bæði innanlands og til annarra landa. Allt kryddar þetta tilveruna í kórnum. Það eru dæmi um það að menn séu búnir að vera yfir 50 ár í kórnum sem segir manni að kórinn hafi gefið  þeim mikið það mikið að það er erfitt fyrir þá að hætta. Eru til einhver betri meðmæli en það fyrir því að vera í kór.

Við í kórnum viljum endilega fá sem flesta til að slást í hópinn, ég vil sér í lagi skora á unga menn að koma. Ég get fullvissað menn um það að þetta gefur meira og skilur meira eftir heldur en að eyða tímanum við sjónvarpið.
Kórinn æfir tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum frá kl.20:00 til 22:00 í Karlakórssalnum á Vesturbraut. Stjórnandinn er ungur og hress en hann heitir Guðlaugur Viktorsson og er með mikla reynslu á þessu sviði.
Áhugasamir geta haft samband við Guðjón Sigurbjörnsson formann í GSM 690-3079 eða Páll Hilmarsson GSM 699-6869. Einnig er hægt að hafa samband við einhvern kórfélagann eða hreinlega mæta á kóræfingu.

Verið velkomnir í kórinn, við tökum vel á móti mönnum.

Kjartan Ingvarsson, 2. tenór í Karlakór Keflavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024