KARLAKÓR KEFLAVÍKUR OG LÓUÞRÆLAR HALDA TÓNLEIKA Í NJARÐVÍK
Karlakór Keflavíkur og karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Y-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 4. desember kl. 17. Einnig kemur fram sönghópurinn Sandlóur. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum og erlendum lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óperukóra og dægurlög. Kórarnir munu syngja hvor í sínu lagi og einnig saman. Stjórnandi Lóuþræla er Ólöf Pálsdóttir og stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Vilberg Viggósson, sem hefur stjórnað honum s.l. 6 ár. Undirleik annast Ágota Joó á píanó, Ásgeir Gunnarsson og Þorvaldur Pálsson á harmonikku og Þorvarður Guðmundsson á gítar.