Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karen Lind í topp 5 í Ungfrú Ísland 2007
Laugardagur 26. maí 2007 kl. 01:14

Karen Lind í topp 5 í Ungfrú Ísland 2007

Karen Lind Tómasdóttir, Fegurðardrottning Suðurnesja 2007, var á meðal fimm efstu í Fegurðarsamkeppni Íslands, sem fram fór á Broadway í Reykjavík í kvöld. Karen Lind fór ekki alveg tómhent frá keppninni, því hún hlaut titilinn Sothys-stúlkan.

Þrjár stúlkur frá Suðurnesjum tóku þátt í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2007, þær Karen Lind Tómasdóttir, ungfrú Suðurnes 2007, Irmý Ósk Róbertsdóttir og Kristín Rós Þorgilsdóttir.

Það var síðan Sif Aradóttir, Fegurðardrottning Suðurnesja 2006 og Fegurðardrottning Íslands 2006, sem krýndi arftaka sinn í kvöld, Jóhönnu Völu Jónsdóttur. Jóhanna Vala er úr Reykjavík en verður mikið á ferðinni hér suður með sjó í sumar, því hún mun starfa sem flugfreyja hjá Icelandair.

Mynd: Frá krýningunni á Broadway í kvöld. Sif Aradóttir krýnir nýja fegurðardrottningu. VF-símamynd
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024