Kaninn aftur í loftið
Útvarpsstöðin Kaninn er að fara aftur í loftið um miðjan ágúst með örlítið breyttu sniði en áður. Undirbúningur og uppsetning útvarpsstöðvarinnar er nú í fullum gangi á gamla varnarsvæðinu, Ásbrú. Það er athafnamaðurinn Einar Bárðarson sem stendur á bak við endurlífgun Kanans en Einar hefur verið að vinna að ýmsum uppbyggingaverkefnum á gamla Vallarsvæðinu. Fyrir nokkrum mánuðum opnaði Einar aftur hin fornfræga skemmtistað Officera Klúbbinn.
Tónlistarstefna stöðvarinnar verður miðuð við hlustendahópinn 18 til 40 ára sem vill um leið og það heyrir nýja og góða tónlist fá það helsta af fréttum líðandi stundar en stöðin verður með samvinnu með fréttir frá Fréttastofu Ríkisjónvarpssins, að sögn Einars
„Málið er nú ekki komið á það stig að maður vilji tjá sig mikið um þetta en ég hef verið að skoða þetta já. Kaninn er skemmtilegt vörumerki sem gæti farið vel saman við það sem ég hef verið að gera á gamla varnarsvæðinu. Annars er maður mest bara að reyna góma sólina núna á meðan hún lætur sjá sig," sagði Einar Bárðarson sem vildi að öðru leyti lítið ræða áform um útvarp á gamla vallarsvæðinu.
„Ef ég myndi fara í að endurlífga Kanann þá væri það bara með alvöru mannskap,“ sagði Einar og viðkennir að hann hafi rætt við fólk vegna þess. „Veitir okkur nokkuð af því að fá Kanann aftur, kannski ætti ég bara að ganga alla leið og sækja herinn bara aftur,“ sagði Einar og hló.
Efri mynd: Svona lítur einkennismerki stöðvarinnar út.
Neðri mynd: Einar Bárðarsson er alltaf með eitthvað á prjónunum.