Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd:Þjónustuhúsið helgað
Á Páskadag helgaði biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson þjónustuhúsið við Kálfatjarnarkirkju. Athöfnin hófst með guðþjónustu í Kálfatjarnarkirkju þar sem séra Hans Markús Hafsteinsson og séra Friðrik J. Hjartar þjónuðu fyrir altari og biskup Íslands Herra Karl Sigurbjörnsson prédikaði.
Bygging hússins hófst í lok september og húsinu var skilað fullkláruðu 1. apríl sl. Símon Rafnsson, formaður sóknarnefndar sagði að allir væru sammála um að vel hefði tekist til.
Húsið er 60 fermetrar að innanmáli, auk 25 ferm geymslulofts. Í húsinu er salernisaðstaða, verkfærageymsla fyrir kirkjugarðinn, lítill salur sem hægt verður að nýta t.d. sem viðbót við
kirkjuna við stærri athafnir. Hugmyndin er að koma þar upp hljóð- og
myndkerfi á milli kirkju og húss. Þar er einnig aðstaða fyrir presta og ýmislegt fleira. Þar
mun sóknarnefnd framvegis geta haft sína aðstöðu og kórinn mun geta æft.
„Húsið hefur mikið að segja fyrir sóknina því eftir að íbúðarhúsið á Kálfatjörn brann var um algjört aðstöðuleysi að ræða og vonum að þetta verði mikil lyftistöng fyrir almennt safnaðarstarf. Ég vil þakka þeim aðilum sem fært hafa okkur gjafir við byggingu þessa
húss en það voru nálægt 150 manns við athöfnina sem fór langt fram úr okkar björtustu vonum og í hugum okkar mun þessa dags verða lengi minnst“, segir Símon.
Leifur Gunnar Leifsson og Guðmann Héðinsson byggðu húsið, Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar í Garði sá um Raflagnir, arkitekt er Skúli Norðdahl, Almenna Verkfræðistofan sá um
verkfræðiteikningar nema rafmagnsteikningar sem voru unnar af Stefáni Albertssyni Rafvirkjameistara í Vogum.
Bygging hússins hófst í lok september og húsinu var skilað fullkláruðu 1. apríl sl. Símon Rafnsson, formaður sóknarnefndar sagði að allir væru sammála um að vel hefði tekist til.
Húsið er 60 fermetrar að innanmáli, auk 25 ferm geymslulofts. Í húsinu er salernisaðstaða, verkfærageymsla fyrir kirkjugarðinn, lítill salur sem hægt verður að nýta t.d. sem viðbót við
kirkjuna við stærri athafnir. Hugmyndin er að koma þar upp hljóð- og
myndkerfi á milli kirkju og húss. Þar er einnig aðstaða fyrir presta og ýmislegt fleira. Þar
mun sóknarnefnd framvegis geta haft sína aðstöðu og kórinn mun geta æft.
„Húsið hefur mikið að segja fyrir sóknina því eftir að íbúðarhúsið á Kálfatjörn brann var um algjört aðstöðuleysi að ræða og vonum að þetta verði mikil lyftistöng fyrir almennt safnaðarstarf. Ég vil þakka þeim aðilum sem fært hafa okkur gjafir við byggingu þessa
húss en það voru nálægt 150 manns við athöfnina sem fór langt fram úr okkar björtustu vonum og í hugum okkar mun þessa dags verða lengi minnst“, segir Símon.
Leifur Gunnar Leifsson og Guðmann Héðinsson byggðu húsið, Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar í Garði sá um Raflagnir, arkitekt er Skúli Norðdahl, Almenna Verkfræðistofan sá um
verkfræðiteikningar nema rafmagnsteikningar sem voru unnar af Stefáni Albertssyni Rafvirkjameistara í Vogum.