Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kaldalóns í Grindavík
Skipuleggjendur tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum; Arnór Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson og Dagný Gísladóttir ásamt barnabörnum Sigvalda, Sigvalda Snæ og Grétu Kaldalóns.
Mánudagur 14. mars 2016 kl. 16:00

Kaldalóns í Grindavík

-söngvaskáldið og héraðslæknirinn á menningarviku

Tónleikar til heiðurs söngvaskáldinu Sigvalda Kaldalóns voru fluttir á Menningarviku í Grindavík í dag en tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum sem flutt hefur verið í Hljómahöll að undanförnu.



Flutt voru þekkt lög Sigvalda eins og Hamraborgin, Ísland ögrum skorið, Ég lít í anda liðna tíð og að sjálfsögðu einkennislag Suðurnesja, Suðurnesjamenn. Sagt var frá ævi og tónlist Sigvalda og þá sérstaklega Grindavíkurárunum en hann starfaði sem héraðslæknir Keflavíkurlæknishéraðsí 16 ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Heiðursgestir tónleikanna voru barnabörn Kaldalóns, Sigvaldi Snær og Gréta Kaldalóns en margir tónleikagesta mundu eftir tónskáldinu ljúfa og konu hans, hjúkrunarkonunni  Karen Margrethe Mengel-Thomsen.