Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaffitár og myndlistarmaðurinn Kristján Baldvinsson
Þriðjudagur 28. febrúar 2006 kl. 09:12

Kaffitár og myndlistarmaðurinn Kristján Baldvinsson

Laugardaginn 4.mars nk. kl. 16:00 mun myndlistarmaðurinn Kristján Baldvinsson opna málverkasýningu sína í listasal Kaffibrennslu Kaffitárs Stapabraut 7 í Reykjanesbæ.

Kristján málaði sína fyrstu mynd árið 1973 eftir að áhugi hans á myndlist kviknaði á sýningu Kristjáns Davíðssonar sama ár. Kristjan hefur notast við olíu, akrýl, vatnsliti og pastelliti við verk sín. Einnig sem hann hefur blýhantsteiknað og rist í dúk.

Bróðir Kristjáns, bassasöngvarinn Magnús Baldvinsson, kemur alla leið frá Frankfurt til þess eins að syngja við opnun Kristjáns undir píanóleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur.

Látið þessa einstöku skemmtun ekki fram hjá ykkur fara.

Allir velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024