Kaffitár hrósar sigri
Starfsfólk Kaffitárs fagnaði sigri á Íslandsmeistaramóti Kaffibarþjóna um helgina. Kaffitársfólk hreppti þrjú efstu sætin í keppninni auk þess sem fimmta sætið féll í þeirra skaut. Leikar fóru þannig að Ingibjörg Jóna var í fyrsta sæti, Hjörtur Mattías í öðru og Jan Frederik í því þriðja.
Ingibjörg Jóna fékk auk þess verðlaun fyrir besta frjálsa drykkinn, Jan Frederik fyrir besta Expressóinn og Hjörtur Mattías fyrir besta cappucino og bestu tækni.
Mynd af www.kaffitar.is : Efstu þrjú sætin, sigurvegarinn í miðið.