Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaffisamdrykkja Sober Riders MC og Forvarnarfélagsins Lundar
Miðvikudagur 4. apríl 2012 kl. 11:36

Kaffisamdrykkja Sober Riders MC og Forvarnarfélagsins Lundar


Föstudaginn Langa næstkomandi, þann 6. apríl frá kl. 14 til 16, standa Sober Riders MC fyrir kaffisamdrykkju í samstarfi við Forvarnarfélagið Lund að Suðurgötu 15, Reykjanesbæ.


Allir eru velkomnir í kaffisamdrykkjuna meðan húsrúm leyfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Með þessu vilja Sober Riders MC vekja athygli á því ósérhlífna starfi sem Forvarnarfélagið Lundur hefur lagt fram af litlum efnum undanfarin ár hvað snertir forvarnir og fjölskylduhjálp á Suðurnesjum, og leggja þannig málefni Lundar lið.


Lundur hefur sinnt mikilvægu starfi forvarna fyrir ungmenni ásamt foreldrafræðslu og fræðslu um forvarnir almennt. Lundur meðal annars gefið út og dreyft bæklingum á borð við "Veistu hvar barnið þitt er?", en að auki starfrækt neyðarsíma, upplýsingaveitu- og miðlun í málefnum er varða almennar forvarnir gegn vímuefnum, og haldið úti vefsetri til miðlunar upplýsinga. Vefsíða lundar er http://www.lundur.net


Þetta mikilvæga starf fyrir samfélagið hefur verið unnið af hugsjón og eljusemi og af litlum efnum gegnum árin.


Kaffisamdrykkjan er gestum að kostnaðarlausu. Sober Riders MC félagar munu leggja til vegleg veisluföng og vikuna fyrir páska verður fyrirtækjum og einstaklingum boðið að kaupa hlut í veislunni. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum á staðnum. Rennur allur ágóði sölunnar óskiptur beint til starfsemi Forvarnarfélagsins Lundar.


Sober Riders MC - Hverjir erum við?

Sober Riders MC er klúbbur edrú vélhjólafólks sem hafa það að markmiði að njóta edrú lífsstíls og vera öðru vélhjólafólki til fyrirmyndar eftir bestu getu, og leggja sitt af mörkum til samjálpar í samfélaginu. Það starf okkar snýst um forvarnarmál vímuefna og umferðaröryggis.


Sober Riders MC rekur þrjár deildir á Íslandi og ber hver deild sitt eigið nafn: Kerúbar í Reykjavík, Serafar á Suðurnesjum og Amarok á Akureyri. Allar deildirnar hafa svipað markmið og starfa eftir sömu félagslögum og reglum.


Sober Riders MC er eini opinberlega yfirlýsti 99% MC vélhjólaklúbbur landsins, en það merkir að ekki einungis leitumst við við að virða lög, reglur og skyldur samfélagsins í hvívetna, heldur beitum við okkur sérstaklega eftir því að leggja samfélaginu lið á meginsviðum okkar; málum forvarna varðandi vímuefni og umferðaröryggi.

Heimasíða Sober Riders MC er http://soberriders.is