Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kaffihús opnar á Ásbrú
Sunnudagur 13. september 2009 kl. 14:46

Kaffihús opnar á Ásbrú

Nú hefur opnað kaffihús og bar í Skemmtistaðnum Top of the Rock á Ásbrú. Staðnum er fyrst og fremst ætlað að þjóna þörfum stúdenta sem búa á svæðinu og vantar athvarf fyrir lærdóm eða til að geta komist út af heimilinu í smá stund. Húsið opnar kl 11:30 á morgnana og er opið til 23:00 á kvöldin sunnudaga til fimmtudaga, en lengur um helgar. Gera má ráð fyrir balli eða öðrum viðburðum í húsinu a.m.k. einu sinni í mánuði. Eru þá allir Suðurnesjamenn boðnir velkomnir að lyfta sér upp í þessum sögufræga stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Einnig er í húsinu salur sem hægt er að leigja undir hverskyns veislur og tekur hann allt að 250 manns í sæti.

Að Top of the Rock stendur maður sem er mjög genatengdur Keflavík, en Júlíus Sigurþórsson, eigandi staðarins er barnabarn Sigurvins Breiðfjörðs Pálssonar og Júlíu Guðmundsdóttur sem lengst af bjuggu á Faxabraut 14 og síðar á Vatnsnesvegi 24. Og má því segja að týndi leggurinn hafi loks snúið í heima haga. Hann er nú nemandi í Tæknifræði við Orku- og Tækniskóla Keilis ásamt því að vera formaður nemendafélagsins.