Justin Bieber segir barnið ekki vera sitt
Mikið hefur verið fjallað um meint faðernismál popparans Justin Bieber, en tvítug stúlka hefur haldið því fram að hjartaknúsarinn sé barnsfaðir hennar. Grínistinn Jimmy Fallon sá sér leik á borði og tók vinsælasta smell Biebers, Baby, breytti textanum aðeins og kallar lagið (It´s not my) baby, en myndbandið hefur slegið í gegn á netinu að undanförnu.
Myndbandið má sjá hér að neðan.