Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jónína og Gunnar saman á Víkurfréttamynd
Mánudagur 22. mars 2010 kl. 18:59

Jónína og Gunnar saman á Víkurfréttamynd


Heitasta fréttin þessa dagana er um gosið á Fimmvörðuhálsi en í skjóli gossins gerðist það að þau Jónína Benediktsdóttir, sem rekur DETOX Jónínu Ben. í Reykjanesbæ, og Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, gengu í það heilaga. Fjölmiðlar hafa sagt frá brúðkaupinu en hafa þurft að beita skærum og myndvinnsluforritum til að setja saman mynd af brúðhjónunum.

Víkurfréttir þurfa ekki að klippa saman myndir, því að sjálfsögðu luma Víkurfréttir á mynd af brúðhjónunum. Hún var tekin í Detox-stöðinni hennar Jónínu að Ásbrú í Reykjanesbæ fyrir fáeinum misserum sínan, þegar stöðin var að opna.

Ástæða til að óska hjónunum til hamingju með gærdaginn.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024