Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jónasína Þórðardóttir kvödd með virktum
Miðvikudagur 6. janúar 2010 kl. 09:47

Jónasína Þórðardóttir kvödd með virktum

Jónasína ÞórðardóttirJónasína Þórðardóttir starfsmaður heimaþjónustunnar var kvödd í gær með virktum eftir 28 ára starf í þágu félagslegrar heimaþjónustu í Reykjanesbæ. Jónasína eða Ína eins og hún er gjarnan kölluð hóf störf hjá heimaþjónustunni í Keflavíkurbæ árið 1982 og hefur starfað þar samfellt síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon þakkaði Ínu fyrir vel unnin störf í þágu félagslegrar heimaþjónustu ásamt Hjördísi Árnadóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og félagssviðs. Voru hennar einnig færðar kveðjugjafir frá samstarfsfélögum sem eiga eftir að sakna hennar mikið. Að því loknu var boðið uppá glæsilegar veitingar að hætti heimaþjónustunnar.