Jónas Ingimundarson leikur í Grindavíkurkirkju í kvöld
Í kvöld kl. 20 heldur Jónas Ingimundarson píanótónleika í Grindavíkurkirkju. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Beethoven, Mozart og Chopin. Aðgangseyrir er kr. 1000 en ókeypis fyrir börn og tónlistarnemendur.
Jónas þarf vart að kynna hann er meðal færustu píanóleikara þjóðarinnar og er þekktur fyrir fallega og vandaða túlkun sína á sígildri píanótónlist. Hann hefur ávallt lagt mikið upp úr því að koma á landsbyggðina til tónleikahalds og hefur oft glatt Grindvíkinga með komu sinni. Tónleikarnir Grindavíkurkirkju hefjast kl. 20.
Mynd/elg: Grindavíkurkirkja.