Jón Páll, Kristín Júlla og Brynhildur með tilnefningar
Hópur Suðurnesjafólks kemur að verkum sem gætu fengið Edduna.
Tilnefningar til Eddunnar 2015 voru kynntar af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíuni í Bíó Paradís gær. Suðurnesjamenn eiga verðuga fulltrúa í hópi þeirra sem tilnefndir eru.
Helst ber að nefna Keflvíkinginn Jón Pál Eyjólfsson sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í sjónvarpsþáttunum Hraunið, Garðbúann Kristínu Júllu Kristjánsdóttur sem tilnefnd er fyrir gervi í kvikyndinni Vonarstræti og Keflvíkinginn Bryndhildi Þórðardóttur fyrir búninga í myndinni Borgríki II.
Þá er Stundin okkar tilnefnd sem besta barna- og unglingaefnið og þar hefur Suðurnesjafólkið Kristrún Eyjólfsdóttir, Jón Bjarni Ísaksson og Bergþóra Björnsdóttir verið í mikilvægum hlutverkum m.a. við leikmynda-, brúðugerð og fleira.
Kvikmyndin Vonarstræti fær fjölda tilnefninga, m.a. sem besta myndin. Í myndinni léku Suðurnesjadömurnar Kristín Lea Sigríðardóttir og Hafdís Eva Pálsdóttir. Þær stöllur hafa báðar verið í viðtali í Víkurfréttum vegna hlutverkanna.
Eflaust eru fleiri Suðurnesjamenn á bak við tjöldin í þeim verkum sem tilnefnd eru og Víkurfréttir hvetja lesendur til þess að senda ábendingar í [email protected].