JÓN GRÖNDAL UMFERÐAÖRYGGISFULLTRÚI SKRIFAR:
Eigendur bíla með dráttarkúlu og tengitækja:Þekkið skyldur ykkar í umferðinniSektir frá 4000 til 10.000 krónurNú þegar fjölmargir eru á ferð um landið með tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi er við hæfi að rifja upp það sem þarf að vera í lagi á bílnum og í eftirvögnunum. Lögreglan mun á næstunni herða eftirlit með þessum hlutum. Það er óþarfi að bæta sektum ofan á ferðakostnaðinn.Dráttarkúlur þarf að skrá. Tengibúnaður bílsins þarf að vera samþykktur af bifreiðaskoðun til að teljast löglegur.Þá er hann skráður í skráningarvottorð og líka tilgreint hvað þú mátt draga þungan eftirvagn með eða án hemla. Ef þú hefur keypt bíl með dráttarkúlu getur þú séð hvort hann er samþykktur eða ekki í skráningarvottorðinu. Sé hann það ekki verður þú að fara á skoðunarstöð og láta skoða hann. Það kostar 1500 kr. Sé búnaðurinn ekki skráður getur tryggingafélagið átt endurkröfurétt á þig ef eitthvað kemur fyrir.Eftirvagnar léttari en 750 kg Megin reglan er sú að bíll þarf að vera helmingi þyngri en eftirvagninn sem hann dregur því ekki er krafist hemla á svo léttum eftirvögnum. Þetta á við um bíla allt að 3500 kg. Léttari eftirvagnar en 750 kg. eru ekki skráningarskyldir en þurfa að vera með lögboðinn ljósabúnað, stöðuljós, hemlaljós, stefnuljós og númerisljós ef við á. Bretti á að vera yfir dekkjum. Bílnúmerið á að vera aftan á eftirvagningum ef hlassið skyggir á skráninganúmer bílsins.Eftirvagnar þyngri en 750 kg. Eftirvagnar ( tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi) sem eru þyngri en 750 kg. eiga að vera skráðir og hafa skráninganúmer. Þá á að skoða eftir sömu reglu og bíla þ.e.a.s. fyrst 3 ár eftir 1 skráningu síðan eftir 2 ár og árlega eftir það. Þeir þurfa að hafa hemla. Ekki er þörf á neyðarhemli ef eftirvagninn er undir 1500 kg. Skilyrðislaust ber þó að hafa öryggiskeðju.Auka speglar nauðsynlegir Skylt er að hafa framlengingu á speglum ef fellihýsið eða hjólhýsið byrgir útsýn aftur fyrir. Svo mun vera raunin á fólksbílum og sumum minni jeppum. Sektir fyrir að hafa ekki spegla ef þú sér ekki í baksýnisspeglum eru skv. 73 gr. umferðarlaga 4000 kr.Speglasett kosta til dæmis rúmar 3.500 kr. í Bílanaust svo dæmi sé tekið. Lögreglan mun á næstunni herða eftirlit með þessum atriðum. Sektir og afskipti lögreglu eru ekki skemmtileg sérstaklega ekki í upphafi sumarferðar með fjölskyldunni.Verum lögleg ! Tökum ekki áhættu! Ekkert liggur á!Munið að það er 80 km. hámarkshraði á þjóðvegum með fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagnaJón Gröndal umferðaröryggisfulltrúi