Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jón Eysteins tekinn í bólinu á afmælisdaginn
Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 14:15

Jón Eysteins tekinn í bólinu á afmælisdaginn

Jón Eysteinsson, fyrrverandi sýslumaður og lögreglustjóri í Keflavík, fagnar í dag 70 ára afmæli sínu.

Sundfélagar Jóns „tóku hann í bólinu“ í morgun og mættu á heimili hans kl. 7 með gjafir handa afmælisbarninu og vöktu hann með því að syngja afmælissönginn. Jón svaf að vísu svo fast að gestirnir máttu sygja lagið þrisvar áður en hann vaknaði, en þá urðu fangaðarfundir.

Félagarnir sungu annað lag fyrir Jón, frumsamið að þessu sinni, við undirleik Kjartans Más Kjartanssonar, áður en Jón og kona hans, Magnúsína buðu hópnum upp á morgunkaffi.

Að því loknu var haldið í Sundmiðstöðina í Keflavík líkt og endranær.

 

Vf-myndir/pket

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024