Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jon Bond með tónleika á Paddýs í kvöld
Fimmtudagur 28. júní 2012 kl. 17:16

Jon Bond með tónleika á Paddýs í kvöld

Tónlistarmaðurinn Jon Blond er að ferðast um heiminn og að spila um þessar mundir þegar hann datt óvart til Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Hann var ekki með neina planaða tónleika hér á landi en hann kom á Paddýs og hitti okkur og við ákvöðum að taka eina æfingu með honum og slá upp tónleikum,“ segir Smári Guðmundsson tónlistarmaður, kenndur við Klassart.

Tónlist Jon Bond er alþjóðleg og hefur hann m.a. tekið upp tónlist í Afríku, Suður-Ameríku, Kosta ríka og núna líklega Íslandi líka. Hann hefur t.a.m. tekið upp með Grammy-sigurvegaranum Rudy Perez, svo það stefnir í hörku tónleika í kvöld.

Tónleikarnir hefast eftir Pubquiz-ið sem er á Paddýs í kvöld.