Jólin kvödd
Suðurnesjabúar kvöddu jólin með heðfbundnum hætti í gær á þrettándanum. Fólk lét ekki úrhellisrigningu aftra sér frá þátttöku í gleðinni og safnaðist talsverður mannfjöldi á hátíðarsvæðið neðst við Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Álfar og huldufólk lét sjá sig í mannheimum af þessu tilefni, jólasveinarnir kvöddu og héldu til fjalla og fólk yljaði sér við brennuna undir drynjandi flugeldasýningu sem vakti mikla hrifningu. Sýningin var í umsjón Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á staðnum og má sjá nokkrar svipmyndir frá viðburðinum á ljósmyndavefnum hér á VF.