Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólin byrja í Kompunni
Föstudagur 25. nóvember 2011 kl. 10:11

Jólin byrja í Kompunni

Kompan á Iðavöllum stóð fyrir heljarinnar jólamarkaði í gær þar sem haldið var skemmtilegt uppboð og fjölmörg skemmtiatriði voru sýnd. Fjölsmiðjan sem rekur Kompuna gerði styrktarsamning við Landsbankann til næstu tveggja ára en á þeim tíma mun bankinn styrkja og koma að því öfluga starfi sem fram fer í Fjölsmiðjunni.

Eins og áður segir voru fjölmörg skemmtiatriði á dagskrá en ansi gaman var að fylgjast með uppboðinu þar sem ýmsir merkilegir hlutir sem að Kompunni hafa áskotnaðast á árinu voru seld hæstbjóðendum. Oft færðist fjör í leikinn enda fallegir munir í boði og málefnið gott.

Gestum var boðið upp á kaffi og kakó til að skola niður gómsætum piparkökum en jólastemningin sveif svo sannarlega yfir vötnum á Iðavöllum í gær.

Kompan er nytjamarkaður sem er rekinn af Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum sem venjulega er opinn alla virka daga kl. 10:00 til 15:00. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að hringja í Kompuna í síma 421-1111.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessar voru alsælar með fallegar könnur sem keyptar voru á uppboðinu

Ungir og efnilegir söngvarar tróðu upp og stóðu sig frábærlega

Ólafur Þór Ólafsson frá Fjölsmiðjunni og Einar Hannesson frá Landsbankanum handsala samning um samstarf

Myndir: Eyþór Sæmundsson ([email protected])