Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólatónleikar Siggu Beinteins í Keflavíkurkirkju
Þriðjudagur 17. nóvember 2009 kl. 17:55

Jólatónleikar Siggu Beinteins í Keflavíkurkirkju

Sigga Beinteins heldur sína fyrstu jólatónleika í kirkjum landsins um þessi jól. Hún verður í Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. nóvember og hefjast tónleikarnir kl. 20:00. Miðar á tónleikana í Keflavík eru seldir við innganginn og er miðaverð 2.900 krónur.


Á tónleikunum syngur Sigga falleg jólalög, klassískar perlur í bland við ný lög af diskinum Jólalögin mín. Diskinum hefur nú verið dreift í helstu verslanir.  Á honum er að finna öll bestu jólalög Siggu í gegnum tíðina, ásamt nýjum lögum sem ekki hafa heyrst áður.

Diskurinn inniheldur tuttugu falleg jólalög í flutningi Siggu, ásamt gestasöngvurunum Björgvini Halldórssyni, Bjarna Arasyni og Helga Björnssyni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

www.siggabeinteins.is