Jólatónleikar Kvennakórs Suðurnesja
Jólatónleikar Kvennakórs Suðurnesja verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 8. desember klukkan 20:00. Gestir á tónleikunum verða Vox Felix og barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Kórarnir ætla að syngja skemmtileg og falleg jólalög sem koma öllum í jólaskap.
Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur hugvekju.
Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir. Píanóleikari er Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Birna Rúnarsdóttir leikur á þverflautu. Einsöngvari er Birta Rós Arnórsdóttir.
Stjórnandi og píanóleikari Vox Felix er Arnór Vilbergsson.
Stjórnandi barnakórs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er Birta Rós Sigurjónsdóttir og píanóleikari er Sigrún Gróa Magnúsdóttir.
Miðaverð er 2500 krónur við innganginn en 2000 krónur í forsölu.
Forsala fer fram hjá kvennakórskonum og á netfanginu [email protected]. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.