Jólatónleikar Kórs Keflavíkurkirkju kvöld
-Keflavíkurkirkja
Hinir árlegu jólatónleikar Kórs Keflavíkurkirkju verða haldnir í Keflavíkurkirkju í kvöld kl. 20:00 þar sem kórfélagar stíga á stokk ásamt einsöngvurum, dúett og kvartett.
Flutt verða hefðbundin jólalög með hátíðlegu sniði undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista.
Sannkallaður jólaandi og miðaverði kr. 500 er haldið hóflegu svo sem flestir geti mætt og notið stundarinnar á aðventu.