Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Jólatónleikar í Grindavíkurkirkju
Mánudagur 5. desember 2005 kl. 20:42

Jólatónleikar í Grindavíkurkirkju

Jólastjörnur og Samkór Grindavíkur halda tónleika í Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 20:00.

Rósalind Gísladóttir, Valgerður Guðrún Guðnadóttir og Ardís Ólöf Víkingsdóttir skipa tríóið Jólastjörnur sem, eins og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í flutningi jólalaga.

Allt eru þær reyndar söngkonur og hafa komið fram við allskonar tilefni.

Samkór Grindavíkur er sönghópur sem stofnaður var fyrir um ári síðan og er eingöngu skipaður Grindvíkingum. Stjórnandi kórsins er Rósalind Gísladóttir og píanóleikari er Frank Herlufsen. Sólveig Dröfn Jónsdóttir leikur á þverflautu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024