Jólasýning Listdansskóla Reykjanesbæjar
Ljósmyndasafn frá jólasýningu Listdansskóla Reykjanesbæjar, BRYN ballett akademíunnar, er komið inn á vf.is. Á jólasýningunni sýndu nemendur dansskólans það sem þeir hafa verið að æfa í haust og vetur en mikill fjöldi barna og ungmenna kom á svið og tók þátt í skemmtilegri sýningu. Á þessari síðu er örlítið sýnishorn af því sem sjá má á Víkurfréttavefnum en það var Hilmar Bragi Bárðarson sem tók myndirnar.