Jólasýning í Byggðasafni Garðskaga
Í anddyri Byggðasafns Garðskaga hefur verið sett upp sýning á ýmsu gömlu jólaskrauti sem safnið hefur eignast á liðnum árum.
Þar má sjá gömul jólatré ásamt ýmsu jólaskrauti, jólaljósaseríum ofl.
Safnstjóri vill koma þeirri ábendingu á framfæri að ef fólk á í fórum sínum gamalt skraut sem það vill að varðveitt verði á safninu getur það haft samband.
Af vef sveitarfélagsins Garðs